Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2015 04:55

Grasi grónar Garðafjörur eftir landgræðslu síðustu áratuga

„Ég byrjað líklega á þessu 1980. Fyrir þann tíma var þetta bara sandur og rusl og grjót,“ segir Símon Sigurmonsson í Ytri-Görðum, en undanfarinn þrjá og hálfan áratug hefur hann unnið ötullega að landgræðslu á Garðafjöru á sunnanverðu Snæfellsnesi. Strandlengjan sem Símon hefur grætt upp er tveggja kílómetra löng og milli 80 og 100 metra breið. „Ég sá að þarna voru tvö strá svo ég bar á þau og í kring með hálfu tonni af tilbúnum áburði. Svo næsta ár var þetta orðið að einni þúfu og ég bar á hana. Svo koma nokkrar þúfur og þetta gréri smám saman. Melgresið leggur til fræ og ég bar í það litla sem var. Þegar toppurinn er orðið stór þá ná ræturnar langt niður í jörðina. Þar eru, undir sandinum, gamlir þarabunkar sem eru bara hreinn áburður,“ bætir hann við. Hann kveðst ekki hafa hugmynd um hve mikinn áburð hann hefur borið á fjöruna í gegnum tíðina. „Landgræðslan lét mig hafa hálft tonn á ári í þrjú ár. Ég bætti svolítið við þá tölu sjálfur,“ segir hann.

Þrátt fyrir að hafa sáð og grætt upp mikið landssvæði á Garðafjöru dregur Símon heldur úr þegar blaðamaður spyr hvort þetta hafi ekki verið mikil vinna. „Nei, þetta er svona tómstundavinna. Maður lætur þetta sjá um sig sjálft. Friður fyrir rollum er líka mikið atriði, ég er búinn að reka þær allar í burtu.“

 

Vinnuna segir hann enn fremur ekki eingöngu tilkomna vegna sérstaks áhuga á landgræðslu. „Þetta er fyrst og fremst gert til að fá frið fyrir sandfokinu. Hér áður var þetta algjör plága. Sandurinn fauk í hús og skemmdi þök, galvaníseringar á klæðningum og glerið í gluggunum. Flóð og fjara gera það að verkum að sandurinn er alltaf laus og vestanáttin tók hann og feykti hingað upp að húsunum,“ segir hann. „En núna hleðst hann bara upp í melgresinu efst í fjörunni,“ bætir hann við og brosir.

 

Með myndavél í miðju kríuvarpi

Þegar hér er komið sögu var næsta mál á dagskrá að halda niður í fjöru til að taka myndir af gróður vaxinni strandlengjunni, afrakstri landgræðslustarfs Símonar. Blaðamaður bauð Símoni að fara á Skessuhornsbílnum. „Ég rata nú betur á mínum,“ svaraði hann léttur í bragði. Blaðamaður settist því upp í hjá honum og ekið var eftir vegarslóða áleiðis niður í fjöru.

 

Það fyrsta sem grípur augað og berst til eyrna þeirra sem halda þar niður eftir er mikið fuglager, en í Garðafjöru er mikið kríuvarp. Bíllinn nemur staðar og samferðamennirnir stíga út. Símon bendir á staðinn þar sem hann hefur árlega smellt af ljósmynd síðan hann hóf að græða upp strandlengjuna um 1980. „Ertu með húfu,“ spyr hann og fær jákvætt svar. „Þá ertu í góðum málum. Það er meira en nóg að vera með húfu,“ segir hann og sendir blaðmann um hundrað leið metra gegnum kríuvarpið. Fuglarnir garga hátt og steypa sér niður hver af öðrum, í von um að hrekja þennan óboðna gest á brott.

Þegar smellt hafði verið af var gangan í gegnum kríuvarpið endurtekin. Enn görguðu kríurnar og steyptu sér niður og ef eitthvað var af meiri ákefð en áður. Símon beið við bíl sinn þar til blaðamaður sneri aftur. „Krían er meinlaus fugl,“ sagði Símon Sigurmonsson áður en ekið var til baka heim að bænum á Ytri-Görðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is