11. febrúar. 2005 12:50
Björgunarbáturinn Björg frá Rifi var kallaður út um klukkan 8 í morgun, til þess að draga vélarvana bát að landi, Hafði línubáturinn Hólmar SU verið að leggja línu í Kolluál þegar drapst á vélinni. Hafði bátinn rekið um 5 sjómílur þegar Björg kom að honum og tók í tog. Bátarnir komu inn til Ólafsvíkur um klukkan 10 í morgun og gekk björgunarleiðangurinn vel.
www.mbl.is greindi frá.