11. febrúar. 2005 05:08
KB banki og Landsbankinn hafa undirritað samning um alþjóðlegt sambankalán til Norðuráls á Grundartanga að upphæð 365 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði nærri 23 milljarða króna. Bankarnir tveir munu hafa forystu um sambankalánið sem veitt er í samvinnu við fleiri alþjóðleg fjármálafyrirtæki. Lánið er tekið vegna endurfjármögnunar Norðuráls og til að fjármagna framkvæmdir við stækkun álversins á Grundartanga.