13. febrúar. 2005 09:34
Gauti Jóhannesson spretthlaupari í UMSB varð í dag í 3. sæti í 1500 metra hlaupi á opna sænska meistaramótinu í Malmö. Gauti hljóp á 3,50:31 mínútum sem er annar besti árangur hans í greininni, tæpri sekúndu á eftir sigurvegaranum sem hljóp á 3,49:37 mínútum.