30. september. 2015 03:01
Rétt ofan við Borgarnes, inni í ræktarlegum skógi stendur lögbýlið Grenigerði. Húsin standa í fallegu og gróskumiklu umhverfi, enda má segja að ábúendurnir séu með græna fingur. Hjónin Páll Jensson og Ríta Bach hafa búið í Grenigerði í 35 ár, þar sem þau rækta fjölbreyttar tengundir af grænmeti, berjum og fjölmargar tegundir trjáa og runna. Fæðuna nýta þau sjálf en trén selja þau á sumrin, ásamt fallegu handverki sem þau gera á notalegu verkstæði sem þau hafa útbúið sér. Blaðamaður Skessuhorns hitti hjónin heima í Grenigerði og fræddist meira um ræktun þeirra og uppskeru. „Haustið er uppáhalds tíminn minn,“ er eitt það fyrsta sem Ríta segir við blaðamann. „Þá fær maður uppskeru eftir alla vinnuna yfir sumarið,“ heldur hún áfram. Og hjónin uppskera ríkulega. Þarna rækta þau kartöflur, rauðrófur, gulrætur, grænar baunir, ýmsar tegundir af káli, hindber og jarðarber, svo eitthvað sé nefnt.
Rita og Páll eru í hópi viðmælenda í haustþemablaði Skessuhorns.