Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2015 02:01

Bjarni Guðmundsson sendir frá sér nýja bók

Fræðimaðurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri hefur sent frá bókina Íslenskir sláttuhættir. Í bókinni rekur höfundur sögu sláttuamboða og sláttuhátta frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Reynt er að leiða að því líkur hvernig þau áhöld hafi verið sem landnámsmenn hófu að nota hér og þróuðust hérlendis. „Þeirri sögu lýkur svo með sláttuvélum nútímans, sem slá á við 200-300 sláttumenn gamla tímans,“ segir Bjarni í samtali við Skessuhorn og bætir því við að bókin fjalli í raun um slátt með tvennum hætti. „Annars vegar er það áhalda- og amboðafræðin, sagt frá þeim áhöldum sem notuð voru við slátt og þeim sem notuð voru til að halda sláttutækjum í lagi, brýnum, hverfisteinum og slíku. Síðan er sagt frá ýmsum siðum og venjum í sambandi við sjálfan sláttinn. Það snýr þá að því hvernig menn báru sig að, hvað til dæmis þrælasláttur var, hvernig var að slá ísastör eða lauf, svo við tökum dæmi,“ sagði Bjarni í samtali við Skessuhorn.  

Áhugasömum er bent á að útgáfuteiti bókarinnar verður haldið í Reykjavík í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg á morgun, fimmtudaginn 8. október og hefst það klukkan 17.

Þá mun Bjarni kynna bókina í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri þriðjudaginn 13. október kl. 20.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is