27. október. 2015 03:20
Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur lagt til að Sigurður Sigurjónsson leikskólakennari verði ráðinn skólastjóri leikskólans Andabæjar á Hvanneyri. Frá næsta hausti verður Andabær einnig fyrir nemendur fyrstu tveggja bekkja grunnskólastigsins. Fræðslunefnd tók þessa ákvörðun á fundi sínum í gær. Sigurður hefur áður starfað meðal annars sem aðstoðarleikskólastjóri við Akrasel á Akranesi og leikskólastjóri við Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur Sigurður nú fengið eins árs launalaust leyfi frá störfum á Leikskólanum Akraseli á Akranesi.