29. október. 2015 03:53
Einhvern tímann um hádegisbil í dag féllu stórir steinar á veginn við Búlandshöfða á Snæfellsnesi. Þurfti vegfarandi sem leið átti um veginn að stoppa og fjarlægja grjót til að komast framhjá. Meðfylgjandi mynd var tekin um klukkan 14 í dag en þá var eftir að hreinsa stórgrýti af vegöxlinni.