15. febrúar. 2005 12:25
Síðastliði föstudagskvöld lögðu Grundfirðingar undir sig gleðihúsið Broadway í Reykjavík með söng og leik en þar var boðið upp á brot af því besta úr vorgleði Grundfirðinga síðustu ár. Boðið var upp á fjölda söngatriða sem öll voru af grundfirsku bergi brotin en kynnar voru fréttamennirnir Brynhildur Ólafsdóttir sem er Grundfirðingur að upplagi og hennar maður Róbert Marshall. Í samtali við Skessuhorn sögðust þau sjaldan hafa skemmt sér betur og lofuðu í hástert grundfirska tónlistarmenn sem fram komu á sýningunni.
Áhorfendur létu sig heldur ekki vanta en um 500 manns heimsóttu grundfirska listamenn á Broadway á föstudagskvöldið.