16. febrúar. 2005 01:26
Spurningakeppni Landbúnaðarháskóla Íslands, Viskukýrin 2005, var haldin við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 11. febrúar. Átta lið tóku þátt í keppninni og kepptu um farandgripinn Viskukúna. Vel á annað hundrað manns fylgdust með þegar kennarar og starfsfólk bændadeildar slógu öðrum Hvanneyringum ref fyrir rass og tóku við kúnni að launum úr hendi Snorra Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda. Keppendum og stjórnendum til halds og trausts var kvígan Viska frá Hvanneyri sem var aðeins 3. daga gömul en lét sig samt sem áður ekki vanta á keppnina.