05. nóvember. 2015 08:01
„Síðasta vikan nú í október er ein sú allra stærsta í sögunni í gámaflutningum um Grundartangahöfn. Alls voru um þúsund gámar afgreiddir til inn- og útflutnings í þessari viku,“ segir Smári Guðjónsson framkvæmdastjóri Klafa á Grundartanga. Klafi sér um afgreiðslu á öllum gámum sem fara um höfnina. Þeir fara um borð í skip Eimskipa og Samskipa sem koma alls þrisvar í viku til Grundartanga. „Tvö skip frá Eimskipum koma á þriðjudögum og miðvikudögum og eitt skip frá Samskipum kemur á miðvikudögum í kjölfar þess frá Eimskipum. Þetta eru allt skip sem eru í siglingum til og frá Evrópu.“
Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.