16. febrúar. 2005 06:03
Hart var deilt um starfshætti Hafrannsóknarstofnunar á Alþingi í gær í umræðum utan dagskrár. Það voru lokun veiðisvæðis á Breiðafirði í vetur og aðferðir við rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar þar sem málshefjandinn Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndra, gagnrýndi. Hins vegar kom fram gagnrýni í máli sjávarútvegsráðherra á rannsóknir Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sem hann gerði að beiðni heimamanna í smábátaeigendafélaginu Snæfelli.