09. nóvember. 2015 10:01
Í liðinni viku stóð Íþróttabandalag Akraness fyrir opnum fyrirlestri um árangursrík viðhorf og vinnubrögð. Fyrirlesari var dr. Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur en hann fjallaði m.a. um mikilvægi félagstengsla og uppbyggilegra hefða fyrir árangur, sem og hvernig viðhorf einstaklinga móta árangur þeirra og annarra. Fundurinn var framlag ÍA til dagskrár Vökudaga á Akranesi og er þetta í fyrsta skipti sem ÍA tekur með formlegum hætti þátt í menningarhátíðinni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var fullt út úr dyrum á viðburðinum og fyrirlesturinn bæði áhugaverður og skemmtilegur, að sögn Sigurðar Arnar Sigurðssonar formanns ÍA.