16. nóvember. 2015 10:01
Ný sýning hefur verið sett upp í Áttahagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Það er safn gamalla leikfangabíla, lesta og fleiri leikfanga sem Unnar Leifsson hefur átt frá því hann var lítill drengur. Unnar er fæddur árið 1956, verður því sextugur á næsta ári, þannig að geta má nærri að safnið sé um hálfrar aldar gamalt. Unnar hefur greinilega gætt gullanna sinna vel því leikföngin eru í afar góðu ásigkomulagi og fylgja jafnvel upprunalegu umbúðakassarnir með. Er víst að gömlu leikföngin hans Unnars vekja ljúfar minningar hjá mörgum sem muna eftir því að hafa eitt sinn í æsku sinni átt svipaðar gersemar.