17. febrúar. 2005 11:22
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi opnaði fyrr í vikunni nýja heimasíðu. Kristinn hyggst nota heimasíðuna til að koma á framfæri skoðunum sínum á þjóðfélagsmálum og blanda saman við frásögn af atburðum og öðru sem hann telur eiga erindi til almennings. Á heimasíðunni hefur verið safnað saman greinum, pistlum, ræðum, viðtölum og öðru sem tengist þingmannsferli Kristins, allt frá marsmánuði 1991. Nú þegar eru 120 greinar, pistlar og annað efni að finna á heimasíðunni. Einnig myndasyrpur og margt fleira. Slóðin á heimasíðu Kristins er www.kristinn.is