18. febrúar. 2005 04:18
Í kvöld klukkan kl 20:30 heldur karlakórinn Heimir úr Skagafirði tónleika í Borgarneskirkju. Einsöngvarar með kórnum eru bræðurnir Pétur og Sigfús Péturssynir frá Álftagerði og Einar Halldórsson þrumubassi frá Mannskaðahóli. Stjórnandier Stefán R Gíslason og undirleikari Dr. Thomas R Higgersson. Á tónleikunum verður fjölbreytt söngskrá við allra hæfi. Aðgöngumiðasala er við innganginn og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.