Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2005 04:14

Eftirspurn eftir smábýlalóðum við Innstavog

Á svæðinu milli Innstavogs og hesthúsahverfisins við Æðarodda á Akranesi voru fyrir nokkrum árum skipulagðar 17 svokallaðar smábýlalóðir. Fram til þessa hefur lítil eftirspurn verið eftir lóðunum en síðustu daga færðist skyndilegur vöxtur í umsóknir og hefur nú verið sótt um 6 lóðanna, að sögn Þorvaldar Vestmann sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs hjá Akraneskaupstað.  Lóðirnar eru af stærðinni 1,1 til 1,9 hektarar og eru hugsaðar fyrir þá sem vilja reisa sér íbúðarhús, bílgeymslu auk aðstöðu fyrir búfénað og jafnvel heimilisiðnað af einhverju tagi, á sama stað, eða einskonar vísi að sveitabæ. Samkvæmt byggingaskilmálum má reisa á hverri lóð 2 íbúðir, eina aðalíbúð og aðra smærri sem þó verður að vera í innan við 10 metra fjarlægð frá aðalíbúð. Auk þess má reisa gripahús á lóðinni eða aðstöðu til smáiðnaðar.

 

“Þessar lóðir voru upphaflega hugsaðar sem spennandi kostur t.d. fyrir hestamenn. Einhverra hluta vegna hefur eftirspurn fram að þessu verið lítil en það breyttist skyndilega þar sem nú hefur verið sótt um 6 af þeim 16 lóðum sem hugsanlega er hægt að úthluta. Nú er verið að kanna með möguleika á vatns- og raflögnum inn á svæðið og fól bæjarráð á síðasta fundi sínum bæjarstjóra að kanna slíkt hjá forsvarsmönnum Orkuveitunnar,” sagði Þorvaldur í samtali við Skessuhorn.

Samkvæmt núgildandi skipulagi og gjaldskrá gatnagerðargjalda er ekki dýrara að fá úthlutað smábýlalóð við Innstavog, en venjulegri byggingalóð inni í bænum. Aðspurður sagðist Magnús Guðmundsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar, að hugsanlega þurfi að endurskoða gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld og er nú fyrirvari settur vegna vatns- og tengigjalda. “Það er hinsvegar ekkert skipulagslega því til fyrirstöðu að úthluta öllum lóðunum sem þarna eru á skipulagi. Við endurskoðuðum deiliskipulag Innstavogs fyrir um tveimur árum síðan til að gera þetta svæði meira aðlaðandi til umsókna. Þessi eftirspurn endurspeglar e.t.v. þessa breytingu og örugglega einnig vaxandi eftirpurn eftir byggingarlandi í bæjarfélaginu,” sagði Magnús að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is