05. janúar. 2016 11:32
Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa mag. theol. Hildi Björk Hörpudóttur í embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli. Þetta kemur fram í frétt á vef þjóðkirkjunnar. Alls sóttu sex umsækjendur um embættið en frestur til að sækja um rann út 11. desember síðastliðinn.