Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2016 08:01

Trillukarlar semja um eldsneytiskaup

Í lok nýliðins árs var undirritaður samningur milli Skeljungs hf, Sjávarkaupa hf og Landssambands smábátaeigenda (LS). Þar semur LS fyrir hönd á þriðja hundrað smábátaeigenda um kaup á minnst sjö milljónum lítra af eldsneyti.  Samningurinn tók gildi um áramót og gildir til ársloka 2017, með möguleika um endurskoðun á samningstímanum og framlengingu. „Samningurinn hefur átt sér töluverðan aðdraganda þar sem LS hefur um nokkurt skeið fylgst grannt með olíuverði og birt mánaðarlega verð frá dælu hjá olíufélögunum þremur; Skeljungi, N1 og Olís.  Markmiðið var að efla samkeppni og ná þannig fram lægra verði fyrir smábátaeigendur.  Í haust var ákveðið að reyna að knýja fram lægra innkaupsverð með útboði. LS leitaði í því skyni til Sjávarkaupa hf sem er þekkingar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í útboðum, innkaupum, innflutningi og eftirfylgni útboða,“ segir á heimasíðu LS. Þannig var fjórum olíufélögum gefinn kostur á að bjóða í þessi viðskipti. Olíufélögin N1 og Olís skiluðu ekki inn tilboðum.  „Með samningnum fá smábátaeigendur bætt kjör og formúluverð sem er beintenging við þróun heimsmarkaðsverðs og gengis sem er gríðarlega stór áfangi fyrir félagsmenn í LS til bættra kjara. Auk afsláttar á olíu á bátana tekur samningurinn einnig til smurolíu, smurefna og eldsneytis (bensín og olía) á bíla félagsmanna,“ segir á vef samtakanna þar sem félagsmenn sem enn eiga eftir að staðfesta þátttöku í samningnum eru hvattir til að gera það sem fyrst.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is