06. janúar. 2016 01:36
Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness hafa vegna veðurútlits í kvöld tekið ákvörðun um að fresta Þrettándagleðinni sem vera átti um óákveðinn tíma. Dagskráin átti að hefjast með blysför klukkan 18, brennu og álfadansi við Þyrlupallinn eftir það og enda með kjöri Íþróttamanns Akraness á Jaðarsbökkum í kjölfarið. Ný dagsetning hátíðarinnar verður rækilega kynnt og auglýst þegar hún liggur fyrir.