Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2016 04:16

Er með þessa margumtöluðu fjallabakteríu

Fjallgönguhópurinn Skaginn á toppinn hefur starfað á Akranesi frá því í ársbyrjun 2010. Hefur hann síðan farið hátt í 80 ferðir og gengið á rúmlega 50 mismunandi fjöll og tinda. Fer hópurinn fjölda ferða á fjöll og tinda hvern einasta vetur, en hlé er gert yfir hásumarið. Kynningarfundur um starf hópsins er ráðgerður á fimmtudaginn í næstu viku. Hjörtur Hróðmarsson hefur frá upphafi haldið utan um fjallgönguhópinn, skipulagt ferðirnar og miðlað sinni þekkingu af fjallamennsku.

 

„Minn bakgrunnur er úr skátunum og síðar hjálparsveitum skáta og einnig úr starfi Íslenska Alpaklúbbsins (ÍSALP).  Þar var töluvert gengið á fjöll auk klifurs í ís og klettum. Ég var virkur í því starfi sem unglingur og fram yfir tvítugt. Síðan tók ég pásu en byrjaði aftur af fullum krafti árið 2008, eftir gott hlé,“ segir Hjörtur. „Árið 2009 tók ég að mér hóp í Mosfellsbæ og fór af stað með prógramm sem hafði það lokamarkmið að ganga á Hvannadalshnúk. Mér datt í hug að gera slíkt hið sama hér á Akranesi árið eftir svo ég auglýsti og þátttakan var mjög góð,“ bætir hann við.

 

Nánar er rætt við Hjört í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is