07. janúar. 2016 10:16
Hvasst verður í allan dag á landinu og hiti víða yfir frostmarki þannig að flughált verður á ýmsum stöðum þar sem klaka hefur ekki leyst af vegum, en það eru einkum fáfarnari vegir þar sem ekki er saltað. Vindhviður verða víða við fjöll sunnan- og vestantil allt að 30 m/s og að 40 m/s t.d. á Kjalarnesi um tíma síðdegis. Á Vesturlandi er víða að verða autt á láglendi en nokkur hálka er á flestum fjallvegum. Flughált er á fáeinum vegarköflum í Borgarfirði og á Snæfellsnesi sem og á Kjósarskarði.