Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2016 09:01

Jói lögga hættur eftir 36 ára þjónustu

Nú á gamlársdag var síðasti vinnudagur Jóhannesar B. Björgvinssonar aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Jóhannes, eða Jói lögga eins og margir þekkja kappann, hefur starfað í 36 ár hjá lögreglunni. Hann hefur verið víða, byrjaði lögreglustörfin á æskuslóðunum í Stykkishólmi en fór víða eftir það. Frá 2004 fram á þetta ár var hann svo búsettur í Búðardal. Jóa var haldið kaffisamsæti á lögreglustöðinni í Borgarnesi á gamlársdag þar sem hann var leystur út með gjöfum og góðum óskum samstarfsfélaganna. Aðspurður segist Jói hafa starfað undir þrettán lögreglustjórum frá upphafi. Í fyrravetur keypti hann síðan æskuheimili sitt við Víkurgötuna í Stykkishólmi og þangað flutti hann og Sigríður H Melsted eiginkona hans í vor. Síðari hluta ársins tók Jói út langt og uppsafnað frí sem hann átti inni hjá lögreglunni, en tók að endingu tvær vaktir hjá lögreglunni milli jóla og nýárs; „svona til að vinnufélagarnar myndu betur eftir mér og fyndist skemmtilegra að kveðja karlinn,“ segir Jói og hlær.

 

Í Skessuhorni vikunnar er spjallað við Jóa löggu um lögreglustarfið og hvað tekur við nú eftir starfslokin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is