09. janúar. 2016 11:42
"Það verður líf og fjör hjá bílaumboðinu Bernhard í Reykjavík, á Akranesi og Reykjanesbæ í dag, laugardag frá klukkan 12-16 á Opnu húsi," segir í tilkynningu. Á öllum þessum stöðum verða sýndar bifreiðar frá Honda og Peugeot og meðal sýningarbíla er ný útfærsla af hinum geysivinsæla Honda CR-V jepplingi. Hann er nú fáanlegur með öflugri dísilvél og nýrri hagkvæmri 9 gíra sjálfskiptingu. Einnig verða sýndar nýjar útfærslur af Peugeot bifreiðum. Léttar veitingar verða í boði.
Umboðsaðili Bernhard á Akranesi er Bílver við Innnesveg.