Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2016 06:01

Íslandspósti heimilað að skerða verulega þjónustu í dreifbýli

Póst- og fjarskiptastofnun hefur með ákvörðun sinni 8. janúar síðastliðinn heimilað Íslandspósti að fækka dreifingardögum sínum í dreifbýli niður í annan hvern virkan dag í stað allra virkra daga eins og verið hefur um árabil. Þetta mun þýða að á að giska helmingur þess A-pósts sem dreift er mun ekki uppfylla skilyrði þar að lútandi að berast viðtakendum í dreifbýli daginn eftir að póstdreifiaðili móttekur póstinn. Breytingar þessar munu snerta um sjö þúsund heimili, sem jafngildir ríflega 5% af heimilum landsins. Um er að ræða allar sveitir landsins auk þéttbýlisstaða á borð við Hvanneyri, Bifröst og Kleppjárnsreyki í Borgarfirði, Melahverfi í Hvalfjarðarsveit og Reykhóla.

 

 

Skilyrði um B póst eru þau að hann þarf að berast innan þriggja virkra daga eftir móttöku og snertir breytingin því einungis um helming þess A pósts sem Íslandspósti er falið að koma til skila í dreifbýli. Það er því um 15% af öllum pósti sem telst til einkaréttar, en það er póstur sem er 0-50 grömm að þyngd og fellur undir alþjónustu. Nú er útlit fyrir að Íslandspóstur skipuleggi póstdreifingu með þeim hætti að dreift verður til skiptis mánudaga, miðvikudaga og föstudaga aðra vikuna, en þriðjudaga og fimmtudaga hina vikuna.

 

Í reglugerð sem samþykkt var á síðasta ári (nr. 868/2015) var fyrri reglugerð um alþjónustu frá 2003 breytt á þann veg að sett voru ákveðin kostnaðarviðmið um hvað gæti talist eðlilegur kostnaður við dreifingu í dreifbýli. Miðað var við að heimilt væri að fækka dreifingardögum í dreifbýli ef kostnaður reiknist þrefalt hærri en samskonar dreifing kostar í þéttbýli. Breytingin kom til viðbótar við fyrri heimild í reglugerðinni þar sem m.a. er talað um að hægt sé að veita undanþágu frá dreifingu alla virka daga ef kostnaður við dreifingu telst „óhófleg byrði á alþjónustuveitanda,“ eins og Póst- og fjarskiptastofnun orðar það. Í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar skilaði Íslandspóstur, sem er núverandi alþjónustuhafi, inn umsókn um fækkun dreifingardaga á grundvelli reglugerðarinnar. Útreikningar Íslandspósts sýndu fram á að kostnaður félagsins í dreifbýli væru yfir þeim viðmiðunarmörkum sem sett eru í reglugerðinni, en kostnaðurinn var 69.902 kr. á ársgrundvelli að meðaltali á hvert heimilisfang í dreifbýlinu. Með þessum breytingum er áætlað að svokallaður alþjónustukostnaður Íslandspósts lækki um 200 milljónir kr. á ársgrundvelli.

 

Póst- og fjarskiptastofnun leitast við að réttlæta ákvörðun sína og segir m.a.: „Aukin notkun almennings og fyrirtækja á B-pósti bendir til að sendendur horfi ekki eins mikið og áður til hraðrar þjónustu. Í ákvörðun þeirri sem nú er birt er það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar, að ákvæði laga um póstþjónustu, og gildandi reglugerðar um alþjónustu, feli ekki í sér fortakslausa skyldu á hendur Íslandspósti, til að bera út póstsendingar alla virka daga, án tillits til aðstæðna og kostnaðar. Þessi niðurstaða sækir einnig stoð í Evróputilskipun um póstþjónustu nr. 67/97/EC,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is