Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2016 03:17

Rannsóknaveiðar á hörpuskel í Breiðafirði lofa góðu

Veiðibann var sett á hörpuskelveiðar í Breiðafirði árið 2003 eftir að stofninn hrundi að því er talið var vegna sýkingar sníkjudýra. Þetta var á sínum tíma mikið áfall fyrir atvinnulífið bæði í Stykkishólmi og Grundarfirði. Nú loks eftir um 13 ára stopp eru horfur á að rofi til að nýju. „Við erum búin að sinna rannsóknum á ákveðnum skelmiðum hér í Breiðafirði síðan í september á síðasta ári í samvinnu við Fisk Seafood og Hafrannsóknastofnun. Þeim kemur til með að ljúka í næsta mánuði. Þetta hefur gengið ágætlega. Skelin sem slík lítur vel út. Hún er bæði stór og falleg og ekki að sjá að í henni sé nein sýking. Nýliðun virðist einnig í góðu lagi. Við finnum töluvert af ungri skel á þessum svæðum sem við höfum verið að skoða. Heilt yfir þá erum við hóflega bjartsýn á framtíðina varðandi nýtingu skeljarinnar í Breiðafirði,“ segir Sigurður Ágútssson framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins agustson ehf. í Stykkishólmi.

 

Nánar er rætt við Sigurð í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is