Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2016 06:01

Sama fyrirtækið hefur keypt Hótel Hellissand og Virkið í Rifi

Fyrirtækið Welcome Apartments hefur fest kaup á Hótel Hellissandi annars vegar og Hafnargötu 11 í Rifi hins vegar, þar sem nú eru til húsa gistiheimilið Virkið og verslunin Virkið, en verslunin er reyndar að hætta rekstri eins og fram kemur í annarri frétt í Skessuhorni á bls. 2. Kaupin á þessum fasteignum og fyrirtækjum staðfestir Stefán Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Welcome Apartments „Já, þetta passar allt saman. Við ætlum okkur að verða með veitinga- og gististarfsemi í þessum húsum,“ segir Stefán í samtali við Skessuhorn. Fyrirtækið er nú þegar með gististarfsemi víðsvegar um land, þar á meðal á Laugarvatni, Vík í Mýrdal og að Lambafelli undir Eyjafjöllum.

Aðspurður segir Stefán að til standi að bæta við gistirýmum í Hafnargötu 11 í Rifi, þar sem verslunin Virkið hefur verið rekin um árabil. „Við ætlum að stækka þar, þannig að allt húsið fari undir gistingu. Þar verðum við með gistihús með morgunverði en á Hótel Hellissandi verður einnig rekinn veitingastaður.“ Stefán segist búast við því að taka við rekstrinum upp úr næstu mánaðamótum en reiknar ekki með breytingum á rekstrinum að svo stöddu. „Við stefnum á að hafa opið allt árið um kring á báðum stöðum. Það hefur ekkert verið ákveðið varðandi nafnabreytingar, þetta er það nýlega komið til okkar en sennilega höldum við þeim nöfnum sem eru í dag,“ segir Stefán Aðalsteinsson.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is