Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2016 04:01

Langódýrast að fara í sund á Akranesi í stærstu sveitarfélögunum

Ódýrast er að fara í sund á Akranesi samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem birt var í dag. Þar voru kannaðar verðbreytingar á gjaldskrám sundsstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins á liðnu ári. Stakur miði fyrir fullorðinn í sund á Akranesi kostar 428 krónur, sem er 3% hækkun frá því í fyrra. Engu að síður er langódýrast að fara þar í sund af öllum fimmtán stöðunum. Mesta hækkunin á milli ára er hjá sveitarfélaginu Árborg en þar kostar stakur sundmiði 900 krónur og hefur hækkað um 50% milli ára. Stakur miði í sund í laugum Reykjavíkurborgar kostar einnig 900 krónur, sem er hæsta gjald sem tekið er fyrir sundferðir nú um stundir. Fjórtán af þeim fimmtán sveitarfélögum sem skoðuð voru eru með gjaldskrá fyrir börn og var Akraneskaupstaður eina sveitarfélagið þar sem frítt er í sund fyrir börn á grunnskólaaldri á þessu ári. Sundferð fyrir tvo fullorðna með tvö börn kostar því ekki nema 856 krónur á Akranesi en 2.100 krónur í Árborg þar sem sundferðin er dýrust. Verðmunurinn er 145% eða 1.244 kr. á dýrasta og ódýrasta gjaldinu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is