Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2016 01:37

Fulltrúar Akraness skoða fiskþurrkunarverksmiðjur

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur samþykkt að farið verði í kynnisferð til Sauðárkróks til að skoða fiskþurrkun FISK Seafood, sem að einhverju leyti þykir sambærileg við starfsemi fiskþurrkunar HB Granda á Akranesi. Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi lagði fram þá tillögu á bæjarstjórnarfundi 12. janúar síðastliðinn að auk ferðarinnar á Sauðárkrók yrði einnig farið til Grindavíkur og Þorlákshafnar og þar skoðuð sambærileg starfsemi. Í tillögunni segir hún að með slíkum samanburði mætti átta sig betur á stærð og umfangi fyrirhugaðrar verksmiðju á Akranesi.

 

 

„Ég stakk upp á þessu því að verksmiðjan sem stendur til að skoða á Sauðárkróki er mikið minni en sú sem fyrirhuguð er hér. Ef við ætlum að skoða eitthvað sambærilegt og til stendur að byggja hér fannst mér við verða að fara á sambærilega staði en þessar verksmiðjur eru báðar stærri en sú á Sauðárkróki,“ segir Ingibjörg í samtali við Skessuhorn. Hún segir tilgang kynnisferðarinnar norður meðal annars vera að skoða tæknibúnað verksmiðjunnar. „En við erum svo sem ekki öll sérfræðingar í tæknibúnaði. En þarna sjáum við umfangið. Það er líka fróðlegt fyrir okkur að tala við sveitarstjórnarmenn í Þorlákshöfn sem hafa staðið í svipuðu máli og við. Lýsi er eigandi verksmiðjunnar þar og það fyrirtæki hefur ákveðið að færa verksmiðjuna út fyrir bæinn, þar sem hún veldur íbúum engu ónæði.“

 

Lagt var til að í ferðina á Sauðárkrók færu aðal- og varamenn skipulags- og umhverfisráðs, bæjarfulltrúar og varamenn þeirra, bæjarstjóri og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Þá er fulltrúum þeirra sem hafa efasemdir um ágæti fiskþurrkunar í íbúðabyggð Akraneskaupstaðar jafnframt boðið með í för, samkvæmt tillögunni. „Víðsýni er eitt af nýsamþykktu gildum bæjarstjórnar Akraness og það er rétt að hafa það í huga þegar við skoðum áhrif stækkunar á verksmiðjunni sem hér er fyrirhuguð á Akranesi,“ segir Ingibjörg að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is