Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2016 11:01

Stofnuðu Skraflfélag Grundarfjarðar

Skraflfélag Grundarfjarðar var stofnað á skraflkvöldi á Láka Hafnarkaffi í Grundarfirði í fyrrakvöld. Félagið er það fyrsta sem stofnað er utan höfuðborgarsvæðisins þar sem Skraflfélag Íslands er starfrækt. Stofnfélagar voru sextán og er markmið félagsins að auka veg skrafliðkunar á Snæfellsnesi, eins og segir í fréttatilkynningu. Þeim markmiðum hyggst félagið ná með því að félagsmenn og aðrir áhugasamir hittist einu sinni í mánuði og spili skrafl. Einnig með því að standa fyrir viðburðum og efna til samstarfs með öðrum félögum og stofnunum.

Formaður Skraflfélags Grundarfjarðar var kjörinn Gunnar Jóhann Elísson, Guðrún Björg Guðjónsdóttir var kjörin varaformaður og meðstjórnandi er Óli Steinar Sólmundarson.

 

 

„Í október var fyrsta opna Rökkurmótið í skrafli haldið í tilefni af árlegum Rökkurdögum í Grundarfirði og var þátttakan þar framar vonum. Heimafólk og gestir frá Skraflfélagi Íslands öttu þar kappi í skrafli og var mótið virkilega vel heppnað. Á mótinu kom fram að mikill áhugi er á skraflspilinu í bænum og hugmyndir kviknuðu um að spila skrafl reglulega. Það er ánægjulegt að skraflfélag hafi nú verið stofnað og stefnt er að því að spilað verði annan miðvikudag hvers mánaðar framvegis. Öllum er velkomið að skrá sig í félagið, jafnt Grundfirðingar sem öðrum og er þátttaka ókeypis,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is