Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2016 02:01

ÍA vann góðan sigur á Reyni

Í gær tók ÍA á móti botnliði Reynis frá Sandgerði í 1. deild karla í körfuknattleik. Skagamenn byrjuðu vel á heimavelli, skoruðu fyrstu níu stig leiksins og tóku frumkvæðið í leiknum. En Reynismenn voru hvergi af baki dottnir þrátt fyrir slaka byrjun og gerðu atlögu að forskotinu. Leikmenn ÍA héldu hins vegar alltaf forystunni og leiddu í hálfleik, 41-32. Gestirnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og tókst að jafna leika um miðjan þriðja leikhluta. Þá var eins og Skagamenn rönkuðu við sér því þeir áttu góðan kafla, tóku forystuna á nýjan leik og létu hana aldrei af hendi þrátt fyrir tilraunir gestanna. Lokatölur á Akranesi voru 84-77, ÍA í vil.

 

Sean Tate var atkvæðamestur leikmanna ÍA með 32 stig og fimm stoðsendingar. Jón Orri Kristjánsson lék einnig vel, hann skoraði 20 stig og tók 16 fráköst.

 

Sigurinn tryggði ÍA mikilvæg stig í baráttunni um þátttökurétt í úrslitakeppninni í vor. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig. Í næsta leik tekur ÍA á móti Hamri sem situr í sætinu fyrir ofan. Leikið verður fimmtudaginn 21. janúar næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is