Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2016 01:07

Fyrirlestur annað kvöld um heimspeki dr. Ágústs H. Bjarnasonar

Þriðjudagskvöldið 19. janúar kl. 20:30 fagnar Snorrastofa nýbökuðum borgfirskum doktor í heimspeki, Jakobi Guðmundi Rúnarssyni, sem flytur fyrirlesturinn "...og allir gluggar opnuðust..." Jakob fjallar í fyrirlestri sínum um verk og áhrif dr. Ágústs í íslensku samfélagi á fyrstu áratugum 20. aldar og hvaða ímynd hefur verið dregin upp af honum hin síðari ár. 

 

Jakob er fæddur á Þverfelli í Lundarreykjadal 15. febrúar 1982. Hann lauk tvöfaldri B.A. gráðu í heimspeki og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og meistaragráðu í Intellectual History frá háskólanum í Sussex í Englandi árið 2008. Fyrir tæpu ári varði Jakob doktorsritgerð sína frá Háskóla Íslands, „Einhyggja, þróun og framfarir. Heimspeki Ágústs H. Bjarnasonar“. Andmælendur voru dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson og dr. Jörgen Pind. Dr. Gunnar Harðarson, prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild, var aðalleiðbeinandi doktorsverkefnisins en í doktorsnefnd sátu auk hans dr. Guðmundur Hálfdanarson og dr. Henry Alexander Henrysson. 

 

Doktorsritgerðin greinir frá niðurstöðum rannsóknar á heimspeki Ágústs og starfsemi hans sem heimspekings í samhengi íslenskrar menningar á fyrrihluta 20. aldar. Rannsóknin miðaði fyrst og fremst að því að draga fram og greina bæði heimspekilegt innihald og sögulegt samhengi verka hans í víðum skilningi. Leitast er við að benda á þá annmarka sem hafa einkennt ráðandi hugmyndir samtímans um heimspeki hans og gæða mynd okkar af honum sem opinberum menntamanni aukinni dýpt og skerpu. Hvort sem borið er niður á sviði siðfræði, þekkingarfræði, heimspekisögu eða sálarfræði í höfundarverki Ágústs kemur í ljós að verk hans veita markverða sýn á sérstakt tímabil íslenskrar og evrópskrar heimspekisögu. Viðhorf hans til hlutverks heimspekingsins og heimspekilegrar ástundunar eru könnuð með hliðsjón af þeim sögulega og menningarlega veruleika sem hann var virkur þátttakandi í. Með rannsókninni er varpað ljósi á merkingu og gildi þeirra heimspekilegu álitamála sem Ágúst glímdi við á sínum tíma og við glímum að mörgu leyti enn við.

 

Fyrirlesturinn hefst að venju kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu þar sem boðið verður til kaffiveitinga og umræðna að fyrirlestrinum loknum. Aðgangur er kr. 500.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is