23. febrúar. 2005 11:40
Bæjarráð Borgarbyggðar hefur úthlutað Kaupfélagi Borgfirðinga lóð við Egilsholt í Borgarnesi í nágrenni verslunar Húsasmiðjunnar. Kaupfélagið hyggst byggja þar þjónustuhús fyrir landbúnað en Búvörudeild KB er eini reksturinn sem kaupfélagið stundar nú fyrir í eigin nafni. Þar er einn starfsmaður en auk þess er Kaupfélagsstjórinn í hálfu starfi hjá félaginu.