19. janúar. 2016 01:03
Nú líður að því að því að Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum rúlli af stað. Fyrsta mótið verður föstudagskvöldið 5. febrúar í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Stofnun Vesturlandsdeildarinnar hefur verið í farvatninu undanfarin ár en undirbúningnefnd var sett saman nú á haustmánuðum og nú er tekin við önnur nefnd sem sér um framkvæmd mótanna.
„Í stuttu máli er Vesturlandsdeildin tvíþætt stigakeppni í hestaíþróttum, það er bæði einstaklings- og liðakeppni. Keppt er í fimm greinum hestaíþrótta á fjórum kvöldum í febrúar og mars. Skráðir eru til leiks 24 knapar sem mynda sex, fjögurra manna lið. Þrír keppendur úr hverju liði mæta til leiks í hverja grein. Óhætt er að segja að deildin standi saman af sterkustu knöpum svæðisins og því mikil veisla framundan í Faxaborg,“ segir í tilkynningu frá Vesturlandsdeildinni.
Keppniskvöldin eru sem hér segir og áætlað er að keppni hefjist öll kvöldin klukkan 19.00. Föstudaginn 5. febrúar verður keppt í fjórgangi. Föstudaginn 19. febrúar í fimmgangi og föstudaginn 11. mars í fimmgangi. Miðvikudaginn 23. mars, daginn fyrir skírdag, verður keppt í gæðingafimi og fljúgandi skeiði,“ að sögn Arnar Ásbjörnssonar sem sæti á í framkvæmdanefnd mótsins.