20. janúar. 2016 08:01
Ella María Gunnarsdóttir er nýr forstöðumaður menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað. Ella María er Skagamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Akranesi. „Ég bjó reyndar í Reykjavík í góð tíu ár en langaði svo aftur í rólegra umhverfi og flutti heim á Skagann,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Ella María hefur starfað hjá Kaupþingi í Reykjavík og síðar Arion banka frá árinu 1999, síðast sem verkefnastjóri á þróunar- og markaðssviði. Þar stýrði hún stefnumótandi verkefnum og vann m.a. að breytingastjórnun. Síðustu tíu árin hefur hún keyrt á milli í og frá vinnu. „Það getur stundum verið þreytandi í vetrarfærðinni en stundum finnst mér þetta bara fínt. Maður nær að kúpla sig vel út úr vinnunni áður en maður er kominn heim,“ segir hún.
Nánar er rætt við Ellu Maríu í Skessuhorni sem kom út í dag.