20. janúar. 2016 01:01
Gunnhildur Gunnarsdóttir körfuknattleikskona í Snæfelli var í gær útnefnd Íþróttamaður Snæfells 2015 og fékk afhentan bikar og blóm eftir stórleik Snæfells og Hauka, en liðin verma toppsæti deildarinnar. Gunnhildur leikur nú með Snæfelli í körfunni og átti drjúgan þátt í velgengni liðsins á síðasta ári þegar Snæfell varð meistari enn og aftur. Gunnhildur hefur í ár skorað um 12 stig í leik og tekið um fimm fráköst að jafnaði með liði Snæfells.