Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2016 11:19

Skallagrímskonur með tvöfalt fleiri stig en það næstefsta

Stúlkurnar í kvennaliði Skallagríms í Borgarnesi áttu leik í fyrstu deildinni gegn Vesturbæjarliðinu í gær. Spilað var í Fjósinu í Borgarnesi. Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik tóku Skallagrímsstúlkur leikinn í sínar hendur. Í seinni hlutanum sáu KR-ingar hreinlega aldrei til sólar og unnu Borgnesingar með 80 stigum gegn 60. Gríðarlega góð mæting var í Fjósið þrátt fyrir að á sama tíma hefði íslenska karlalandsliðið í handbolta leikið gegn Króötum á EM. Greinilegt er að hjarta Borgnesinga slær hraðar þegar knötturinn er stór.

Hjá Skallagrími var Erikka Banks atkvæðamest með 27 sig og 10 fráköst. Gunnhildur Lind Hansdóttir skoraði15, Sólrún Sæmundsdóttir 13 og Kristrún Sigurjónsdóttir 12. Eftir þennan sigur er Skallagrímur með 24 stig á toppi deildarinnar, tvöfalt fleiri stig en KR sem er í öðru sæti. Geri aðrir betur!

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is