21. janúar. 2016 08:01
SÓ húsbyggingar eru nú búnar að reisa nýtt fjölbýlishúshús við Arnarklett 28 í Borgarnesi. Það er fyrirtækið Arnarklettur 28 ehf sem byggir en það er í eigu SÓ Húsbygginga ehf og fyrirtækis í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka. Húsið var reist úr forsteyptum einingum frá Loftorku Borgarnesi og í því verða 16 íbúðir, átta þeirra 61 fermetri og aðrar átta sem eru 80 fm. Á lóðinni er auk þess frístandandi geymsluhús. Að sögn Jóhannesar Freys Stefánssonar framkvæmdastjóra SÓ Húsbygginga er ráðgert að ljúka framkvæmdum við húsið og koma því í útleigu í vor. Hann segir að lítilsháttar tafir hafi orðið á framkvæmdinni, sem einkum megi rekja til óhagstæðs tíðarfars í desember og janúar sem hafi tafið steypuvinnu. Íbúðarnar fara allar í útleigu. „Eftirspurn er töluverð og margir á biðlista. Nú á næstunni verður svo byrjað að ræða við væntanlega leigjendur og gera samninga við þá,“ sagði Jóhannes Freyr.