24. febrúar. 2005 01:47
Bæjarráð Snæfellsbæjar hefur hafnað beiðni frá skólayfirvöldum Grunnskóla Snæfellsbæjar um aukna sérkennslu á yfirstandandi skólaári. “Við jukum við kennslumagnið í haust og erum nú þegar með 8 – 10 tíma í sérkennslu á viku umfram það sem okkur ber skylda til. Við teljum okkur ekki geta gengið lengra og auk þess þá er eðlilegt að ákvarðanir frá því í upphafi skólaárs standi til vors. Það verður bara að vera þannig,” segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar.