Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2016 01:01

Hlutfall barna sem líða skort hefur meira en tvöfaldast á fimm árum

Unicef á Íslandi kynnti í gær nýja skýrslu sem nefnist: „Réttindi barna á Íslandi: Börn sem líða efnislegan skort.“ Í henni er kynnt til sögunnar svokölluð skortgreining sem gengur út á að greina efnislegan skort meðal barna hér á landi með alþjóðlegri aðferð til að greina skort meðal barna í efnameiri ríkjum heims. Niðurstöður skýrslunnar byggjast á mælingum Hagstofu Íslands frá árinu 2014 og þær bornar saman við töluleg gögn frá 2009. Þær sýna m.a. að skortur er algengastur meðal barna sem eiga foreldra sem vinna minna en hálft starf eða eru atvinnulausir. Þá eru börn foreldra sem einungis eru með grunnmenntun líklegri á öllum sviðum til að líða skort en börn foreldra með háskólamenntun. Mikill munur er á börnum þeirra sem búa í leiguhúsnæði og börnum foreldra sem búa í eigin húsnæði og eru þau fyrrnefndu líklegri en önnur til að líða skort á öllum sviðum.

Skortur meira en tvöfaldast

Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a: „Hlutfall þeirra barna sem líða skort á Íslandi hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2009. Þá liðu 4% barna hér á landi skort en árið 2014 var hlutfallið komið upp í 9,1%. Gera má ráð fyrir að rúmlega 6.100 börn líði efnislegan skort hér á landi. Af þeim líða tæplega 1.600 börn verulegan skort. Hlutfall barna sem líða verulegan skort hefur þrefaldast frá árinu 2009 og er nú 2,4%. Algengast er að þau börn líði skort sem eiga foreldra sem vinna minna en 50%, þar með talið börn þeirra sem eru atvinnulausir. Meira en fjórða hvert barn í þessum hópi líður skort. Næst á eftir koma börn foreldra sem eru yngri en 30 ára og síðan börn foreldra sem eru á leigumarkaði. Greiningin í skýrslunni miðast við börn á Íslandi á aldrinum 1-15 ára.“

Árið 2009 skorti ekkert barn meira en fjögur atriði af lista lífskjararannsóknar Evrópusambandsins, sem er spurningalisti sem Hagstofa Íslands leggur fyrir hér á landi og greiningin miðar við. Árið 2014 skorti börn á Íslandi hins vegar allt að sjö hluti af listanum. Greiningin sýnir þannig að skortur meðal barna hefur dýpkað á tímabilinu. Talað er um að börn búi við skort ef þau skortir tvennt eða meira og að þau búi við verulegan skort ef þau skortir þrennt eða meira.

 

Húsnæði helsti skortvaldur

Aðferðafræði UNICEF skiptir skorti meðal barna í sjö svið og niðurstaðan er skýr: „Það svið þar sem flest börn á Íslandi líða skort er húsnæði. Tæplega 9.000 börn á Íslandi líða slíkan skort. Algengasta ástæðan er þröngbýli, einnig að ekki komi næg dagsbirta inn um glugga húsnæðisins. Yfir 40% barna sem líða verulegan skort á Íslandi líða skort hvað varðar húsnæði. Meira en fjórðungur barna sem eiga foreldra sem vinna hálft starf eða minna eða eru atvinnulausir býr við skort á sviði húsnæðis. Það sama má segja um börn einstæðra foreldra.

 

Félagslegir eftirbátar

Það svið þar sem börn á Íslandi líða næstmestan skort er félagslíf. Félagslíf barna er mælt með því að athuga hvort þau geti haldið upp á afmæli eða önnur tímamót í lífi sínu og/eða hvort þau geti boðið vinum sínum heim til að borða með eða leika við. 5,1% barna á Íslandi geta ekki gert þetta. Hjá börnum sem búa við verulegan skort fer hlutfallið hins vegar upp í 48,6%. Nær helmingslíkur eru þannig á að barn sem býr við verulegan skort á Íslandi líði skort hvað varðar félagslíf. Slík börn eru 18 sinnum líklegri en börn almennt til að líða skort á þessu sviði.

 

Klæðnaður og afþreying

Á eftir félagslífi er skortur er tengist klæðnaði og afþreyingu algengastur á meðal barna á Íslandi. Tvö af hverjum þremur börnum sem líða verulegan skort hér á landi búa við skort á sviði klæðnaðar. Þessi börn eru 37 sinnum líklegri en önnur börn til að líða slíkan skort. Svipaða sögu er að segja þegar horft er til afþreyingar. Þar er til dæmis spurt um leiktæki, leikföng og íþróttabúnað til að vera með utandyra. Einungis hvað varðar næringu og aðgengi að upplýsingum batnar staðan í nær öllum hópum á milli áranna 2009 og 2014. Á fyrrnefnda sviðinu er m.a. spurt hvort börn fái daglega grænmeti eða ávexti og því síðarnefnda t.d. hvort aðgengi sé að tölvu á heimilinu.“

 

Menntun skiptir máli

Mikill munur mælist á skorti meðal barna á Íslandi eftir menntun foreldra. „Börn foreldra sem eingöngu eru með grunnmenntun eru líklegri á öllum sviðum til að líða skort en börn háskólamenntaðra. Sömu sögu er að segja um börn einstæðra foreldra samanborið við börn er búa við aðra heimilisgerð. Greiningin leiðir auk þess í ljós að börn foreldra sem vinna hálft starf eða minna, þar með talið atvinnulausra, eru nær alltaf líklegri til að líða skort en börn foreldra í hærra starfshlutfalli.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is