Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2016 02:01

Ljósmyndasafni Akraness hefur vaxið fiskur um hrygg

Ljósmyndasafn Akraness hefur allt frá stofnun safnsins árið 2002 haldið úti myndavef þar sem valdar myndir í eigu safnsins eru birtar. Myndavefinn hannaði Jóhann Ísberg og er vefurinn gagnvirkur, þ.e. hægt er að senda inn ábendingar um myndir og aðstoða við að fullskrá þær. Frá upphafi hefur verið leitast við að afla heimilda um myndir og frá árinu 2014 verið haldnir opnir greiningafundir eða vinnufundir í Bókasafni Akraness, þar sem áhugasamir hafa mætt til að aðstoða við fullskráningu mynda. Fundirnir hafa verið vel sóttir og ómetanlegar upplýsingar fengist um atburði, húsasögu og fleira sem tengist sögu Akraness og nágrennis. Myndavefurinn hefur frá upphafi verið gífurlega vinsæll og innsendar upplýsingar frá hollvinum tvær til þrjár alla daga ársins.

 

 

Jóhann Ísberg hefur unnið að þróun vefsins ásamt starfsfólki safnsins, þeim Nönnu Þóru Áskelsdóttur deildarstjóra og Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði og hefur sú vinna skilað sér í betri vef, aðgengilegri og er hann nú einn af íslensku gagnasöfnunum á leitir.is. Telma Rós Sigfúsdóttir vefstjóri hjá Landskerfi bókasafna hefur einnig komið að þróunarvinnunni, en Landskerfi bókasafna rekur safnagáttina leitir.is, sem hýsir m.a. Gegnir, samskrá íslenskra bókasafna. Nú hefur sú vinna borið árangur og er myndavefurinn einn þeirra íslensku gagnasafna sem þar eru leitarbærir.

 

Ljósmyndasafnið hefur notið styrks frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands, áður Menningarsjóði Vesturlands, en án þess stuðnings hefði ekki verið hægt að fara í þá þróunarvinnu sem nauðsynleg var til að ná settu marki, auk þess sem Akraneskaupstaður hefur stutt dyggilega við verkefnið. Um langt árabil hefur verið mikil samvinna í skráningu og heimildaröflun milli Ljósmyndasafns og Haraldarhus.is, en það er ljósmyndavefur að sömu gerð sem Haraldur Sturlaugsson hefur rekið. Nú í dag er vefurinn haraldarhus.is í varðveislu Ljósmyndasafnsins Akraness. Ljósmyndasafnið hýsir ljósmyndir fjölda ljósmyndara, bæði faglærðra og áhugaljósmyndara. Í safninu erum um 44.000 myndir. Myndir frá safninu hafa birst á sýningum og í fræðiritum.

 

Markmið Ljósmyndasafns Akraness er að gefa heildarmynd af þeirri ljósmyndamenningu sem stunduð hefur verið í bænum frá því að byrjað var að taka ljósmyndir á Akranesi.

 

Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is