Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2016 01:36

Ósamþykkt smáíbúð á ævintýralegu verði

Þessa dagana reynir verulega á lögmálið um framboð og eftirspurn, þegar fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er skoðaður. Eftirspurn eftir litlum fasteignum er slík að óhætt er að tala um seljendamarkað. Athygli einstaklings, sem var að leita að smáíbúð til kaups í gær á höfuðborgarsvæðinu, var vakin á auglýsingu um íbúð til sölu í Vesturbæ Reykjavíkur. Um nýstandsetta, ósamþykkta kjallaraíbúð er að ræða í 75 ára gömlu húsi við Vífilsgötu. Á eignina eru settar 10,9 milljónir króna en það jafngildir að fermetrinn er á 698.718 krónur. Kaupandi þarf auk þess að standa straum af kostnaði sem nemur 0,8% stimpilgjalds (0,4% ef um fyrstu kaup viðkomandi er að ræða). Þinglýsingargjald er 2000 kr af hverju skjali til þinglýsingar, umsýsluþóknun og e.t.v. lántökugjald hjá fjármálastofnun. Fastlega má því gera ráð fyrir að raun fermetraverð verði því á áttunda hundrað þúsund krónur þegar upp er staðið. Ítrekað skal að íbúðin hefur ekki verið tekin út og samþykkt sem sjálfstætt íbúðarhúsnæði. Almennt eru slíkar eignir mun erfiðari í sölu en þær sem eru fullgildar til íbúðar. „Mér finnst þetta okur hvað sem öllum lögmálum um framboð og eftirspurn líður,“ segir sá sem vakti máls á verði og ástandi þessarar fasteignar.

 

Áhugasamir geta þó kynnt sér málið betur því fasteignasalan Fjárfesting stendur fyrir opnu húsi í fasteigninni í dag, fimmtudaginn 21. janúar frá klukkan 16-16:30. Ekki er tekið fram í auglýsingu fasteignasölunnar hvort kaupendum verður hleypt inn í hollum!

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is