Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2016 06:01

Heldur upp á afmælið og niðurgreiðir þorrablótsmiðana fyrir sveitungana

Sæmundur Grétar Jóhannsson fer heldur ótroðnar slóðir þegar hann fagnar sextugs afmæli sínu á morgun, laugardaginn 23. janúar. Það hittir þannig á að sama dag er þorrablót Laxdæla haldið í félagsheimilinu Dalabúð og ákvað Sæmundur að slá tvær flugur í einu höggi, fagna tugunum sex á þorrablóti og taka þátt í gleðinni með því að greiða niður miðaverð að hálfu og gefa þannig til samfélagsins. Að sögn Sæmundar var löngu ákveðið að halda upp á áfangann og þegar dagsetningin hitti svona vel á blót var ákveðið að hans nánustu fögnuðu með honum á þorrablóti.

 

„Ég hafði alltaf hugsað mér að halda upp á afmælið og gert ráð fyrir veislu og veislusal. Það má segja að ég hafi séð mér leik á borði að fá skemmtiatriði í kaupbæti,“ segir Sæmundur brosandi.  „Mínir nánustu sitja með mér til borðs og fagna með mér; Kolbrún Rut dóttir mín, foreldrar og systkini og eitthvað af þeirra börnum,“ segir Sæmundur sem jafnframt gerir ráð fyrir að njóta skemmtunarinnar með fjölmörgum vinum og kunningjum úr samfélaginu sem gjarnan mæta á blót. „Fyrir þorrablót verð ég með opið hús á Dalakoti þar sem ég býð ættingjum, vinum og kunningjum upp á fordrykk milli klukkan 18:00 og 19:30,“ bætir Sæmundur við.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is