25. febrúar. 2005 08:49
Á fundi ríkisstjórnarinnar síðstliðinn föstudag var ákveðið að verja 55 milljónum króna til garðyrkjubænda í ár til að koma til móts við verðhækkanir sem komu í kjölfar nýrra raforkulaga. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra sagði að vissulega væri það áfall fyrir garðyrkjubændur að hafa ekki lengur samninga við RARIK eða Landsvirkjun og því hefði ríkisstjórnin samþykkt þessa fjárveitingu.