Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2016 12:09

Góður síðari hálfleikur skóp sigurinn

ÍA tók á móti Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik í gær. Fyrri hálfleikur var meira og minna hnífjafn. Liðin fylgdust að í upphafi, frumkvæðið var Skagamanna en gestirnir fylgdu þeim eins og skugginn. Liðin skiptust stuttlega á forystunni í upphafi annars fjórðungs en ÍA leiddi með fimm stigum í hálfleik, 51-46.

 

Við upphaf síðari hálfleiks var engu líkara en Skagamenn væru orðnir leiðir á að vera hálfpartinn samferða gestunum. Þeir rifu sig lausa, náðu fljótt afgerandi 15 stiga forystu og hleyptu Hamarsmönnum aldrei inn í leikinn aftur. Forskotið hélst að mestu óbreytt þar til lokaflautan gall. Skagamenn sigruðu með 102 stigum gegn 87.

 

Sean Tate var atkvæðamestur í liði ÍA með 27 stig og átta stoðsendingar. Fannar Freyr Helgason kom honum næstur með 23 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar. Jón Orri Kristjánsson lék einnig vel, skoraði 18 stig og tók tíu fráköst, sem og Áskell Jónsson sem skoraði 15 stig og gaf sjö stoðsendingar.

 

Eftir leikinn er ÍA í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Næst leikur liðið á Ísafirði gegn KFÍ föstudaginn 29. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is