26. febrúar. 2005 10:05
Nýlega hlaut Hótel Glymur í Hvalfirði þann heiður að vera á meðal 125 hótela í heiminum sem tilgreind eru í glæsilegri listaverkabók sem hin þekkta keðja “Great Small hotel collection” gefur út. Bókin var gefin út í lok síðasta árs. Áhugi ferðamanna á öðruvísi og sérstæðum hótelum fer sífellt vaxandi en það er eitt af meginverkefnum þessarar hótelkeðju að leita uppi sérstæð og skemmtileg hótel sem eru að bjóða annað og meira en bara gistingu. Í inngangi bókarinnar er meðal annars þetta sagt um hótel Glym “Visit a warm and lively building at the foot of a fjord in an island in the north of Europe and experience the colors and the nature in a uniq combination”.