25. janúar. 2016 08:01
Að gefnu tilefni og í framhaldi af tilkynningu um fyrirhugaða breytingu á póstdreifingu í dreifbýli vill Íslandspóstur koma eftirfarandi á framfæri: „Fyrirhuguð breyting á póstdreifingu í dreifbýli felur í sér að pósti verður að lágmarki dreift heim til viðskiptavina annan hvern virkan dag í stað fimm virkra daga eins og verið hefur til þessa. Eftir sem áður mun Pósturinn halda uppi daglegum flutningum um allt land og því verður áfram hægt að nálgast sendingar alla virka daga á næsta póstafgreiðslustað. Fyrirhugaðar breytingar á fjölda dreifingardaga í dreifbýli segja til um lágmarksdreifingu, en Pósturinn mun áfram leitast við að veita sem besta þjónustu í samræmi við óskir hvers viðskiptavinar. Í dreifbýli jafnt sem þéttbýli verður boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem viðskiptavinir óska.“