Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2016 03:23

Þorrabjór fyrir þá sem þora

Í Vínbúðirnar er nú búið að rúlla inn brettum af þorrabjór frá innlendum framleiðendum. Sá vestlenski er líkt og í fyrra Hvalur II, þorrbjór brugghúss Steðja í Borgarfirði. Þessi bjór hefur vakið gríðarlega athygli víðsvegar um heiminn. „Má geta þess að ýmsir fréttamiðlar hafa fjallað um hann, svo sem BBC, The Guardian, Washington Post, Skessuhorn og margir fleiri,“ segir í tilkynningu frá Steðja. Bjórnum er ítarlega lýst í bjórbókinni „The wackiest beer in world“ sem er verið að gefa út um þessar mundir og situr efstur á mörgum listum yfir „brjáluðustu bjóra í heimi“. Því má segja að Hvalur annar sé fyrir þá sem þora, ekki aðra.

Hvalur II er yfirgerjaður bjór sem er hannaður í kringum taðreykt langreyðareistu. Allt er gert til að fanga anda þorrans í ölinu. Bjórmeistarinn er hinn þýski Philipp Ewers, bruggari Steðja. „Við notum sérstaka berja-humla til að gefa hið fullkomna villibráðarkrydd. Eistun er taðreykt með gamla mátanum og náum við því mjög sérstöku og rammíslensku reykbragði í bjórinn. Bjórinn er 5,1% að styrkleika og hentar fullkomlega með þorramatnum og svo gefa langreyðareistun skemmtilegan kjöttón í eftirbragðið. Þetta er bjór sem á sér enga líkan og er kominn í flestallar Vínbúðir landsins,“ segir í tilkynningu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is