25. janúar. 2016 11:57
Á Vesturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir, að sögn starfsmanna Vegagerðarinnar. Þó eru hálkublettir m.a. á Holtavörðuheiði en hálka á Bröttubrekku. Vegir á láglendi eru að mestu auðir á Vestfjörðum en sums staðar er farið að élja og þar er nokkur hálka eða snjóþekja á fjallvegum.