Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2016 02:56

Nýr plöntusjúkdómur barst hingað til lands með rósagræðlingum

Nýr plöntusjúkdómur hefur greinst á Íslandi. Skaðvaldurinn er baktería sem barst til landsins frá Hollandi með innflutningi á rósagræðlingum sem notaðir voru í garðyrkjustöð á Suðurlandi. Bakterían herjar á ýmsar plöntutegundir og getur valdið miklum afföllum í m.a. kartöflu- og tómatarækt. „Í kjölfar greiningarinnar greip Matvælastofnun til varúðarráðstafana, í samráði við ræktanda og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, til að hefta útbreiðslu smits og standa vonir til þess að tekist hafi að uppræta sjúkdóminn,“ segir í tilkynningu frá Mast.

 

Bakteríutegundin nefnist Ralstonia solanacerum (Pseudomonas solanacerum). Þessi bakteríutegund er skilgreind í reglugerð 189/1990 sem skaðvaldur sem bannað er að flytja til landsins. Kartafla er helsti hýsill bakteríunnar en hún getur einnig sýkt aðrar plöntur. Sýkingin lýsir sér þannig að leiðslukerfi plöntunnar stíflast af bakteríunum og laufblöð byrja að visna neðst á sýktum plöntum og færist sýkingin svo ofar með þeim afleiðingum að plantan veslast upp. Matvælastofnun greip til varúðarráðstafana og lagði fram áætlun, í samráði við ræktanda og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, til að uppræta sjúkar plöntur og hindra frekari dreifingu. Plöntum hafði ekki verið dreift frá gróðrarstöðinni frá því að innflutningur átti sér stað, aðrar en sótthreinsaðar rósir til verslana. Bakterían hefur ekki greinst í sýnum sem hafa verið tekin eftir að sýktum plöntum var eytt. Stofnunin telur líklegt að tekist hafi að uppræta sjúkdóminn að fullu þótt ekki sé hægt að fullyrða um það á þessu stigi málsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is